A karla - Fjölmennt á opinni æfingu landsliðsins í Annecy
Í dag var opin æfing hjá landsliðinu í Annecy og mættu yfir 300 manns á æfingu. Eftir æfingu gáfu leikmenn eiginhandaráritanir og voru myndaðir bak og fyrir af gestum sem komu frá Frakklandi og auðvitað Íslandi.
Í upphafi æfingarinnar bauð bæjarstjóri Annecy liðið velkomið og færði hann þjálfurum og liðinu gjafir. Sagðist bæjarstjórinn vera himinlifandi með dvöl íslenska liðsins í bænum og óskaði hann Íslandi góðu gengi á EM.
Eftir æfinguna var boðið upp á eiginhandaráritanir frá leikmönnum sem og auðvitað „sjálfur” (selfies) sem ansi margir nýttu sér.
Smelltu hérna til að skoða myndasafn frá æfingunni.