• fim. 09. jún. 2016
  • Landslið

Gylfi Þór: "Þurfum að berjast fyrir hvor annan"

AEfing-i-Annecy-9-juni-2016---0021

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Portúgal í St. Etienne á þriðjudaginn. Gylfi sagði í samtali við fjölmiðla í dag að liðið þyrfti að verjast vel í leiknum og það þýddi ekki að reyna að stoppa einn leikmann, þó hann sé vissulega mjög öflugur. Þar var Gylfi að tala um Cristiano Ronaldo sem stærsta stjarna portúgalska liðsins.

"Auðvitað er þetta nokkuð erfiður riðill þar sem við byrjum á mjög erfiðum leik á móti Portúgal. Það er þannig séð engin pressa á okkur í fyrsta leiknum sem gæti nýst okkur vel. Það væri algjör skandall ef Portúgal myndi tapa einhverjum stigum í þeim leik. Við þurfum að verjast mjög vel í leiknum og gera sömu hluti og við gerðum í undankeppninni." segir Gylfi.

"Það hefur loðað við liðið seinustu fjögur ár umræðan um hversu fámenn við erum en það eru jafn margir inn á vellinum frá báðum liðum þegar við spilum á þriðjudag þannig að við verðum að spila mjög vel og berjast fyrir hvor annan."

Viðtalið í heild við Gylfa og fleiri leikmenn má sjá á Youtube-síðu KSÍ.