A karla - Fyrsta æfingin í Annecy gekk vel
Íslenska landsliðið æfði í fyrsta sinn á æfingasvæðinu í Annecy í dag. Aðstæður voru allar hinar bestu en hitinn var um 24 gráður. Það rigndi vel í morgun en stytti upp áður en æfingin hófst.
Liðið kom í gær til Annecy og byrjaði á því að koma sér fyrir á hótelinu. Ansi mikið af búningum, æfingartækjum og öðru kom einnig með og tekur sinn tíma að koma öll heim og saman. Búningastjórar liðsins hafa það skemmtilega verkefni og allt finni sinn stað.
Strákarnir létu vel af aðstæðum og allir voru í góðu standi á æfingunni.
Smelltu hérna til að sjá myndbandsviðtal við Sverri Inga Ingason.
Smelltu hérna til að sjá myndbandsviðtal við Birki Bjarnason.