Strákarnir okkar komnir til Annecy
Karlalandsliðið kom í dag til Annecy í Frakklandi þar sem liðið mun dveljast á meðan riðlakeppni EM stendur yfir. Ferðin gekk mjög vel í alla staði og þegar lent var tók var móttökuathöfn en svo var keyrt áleiðis á hótelið í Annecy.
Á næstu dögum taka við æfingar við prýðilegar aðstæður í Frakklandi en veðurspáin er á þá leið að eitthvað mun rigna en hlýtt verður í veðri.
Fyrsti leikur íslenska liðsins er á þriðjudaginn, 14. júní, en þá mætir Ísland sterku liði Portúgals.
Fleiri myndir má finna á Facebook-síðu KSÍ.