• þri. 07. jún. 2016
  • Landslið

Farseðillinn nánast tryggður með sigri

EM kvenna 2013
Host_FullCol_OnBlack_Land_XL_LR

Með sigri á Makedóníu í kvöld mun íslenska liðið verða á þröskuldi þess að vera öruggt í úrslitakeppnina í Hollandi 2017.  Efsta þjóðin í hverjum riðli tryggir sér sæti í úrslitakeppninni ásamt þeim sex þjóðum sem eru með bestan árangur í öðru sæti í riðlunum átta.  Þær tvær þjóðir sem eru þá eftir leika innbyrðis umspilsleiki um eitt sæti.

Þegar reiknað er út hvaða þjóðir eru með bestan árangur í öðru sæti eru bara teknir með í reikninginn leikir gegn þjóðunum í fyrsta, þriðja og fjórða sæti.  Leikir gegn neðsta liðinu í riðlinum eru því ekki teknir inn í jöfnuna.

Ef Ísland nær að leggja Makedóníu í kvöld eru 18 stig í húsi og tveir leikir eftir. Því þarf að bíða eftir úrslitum leikja í öðrum riðlum til að endanlega sé hægt að staðfesta að farseðillinn til Hollands sé tryggður.

Staðan í riðlunum