• fös. 03. jún. 2016
  • Landslið

A kvenna - Ísland mætir Skotlandi í kvöld

Áhorfendur á Ísland-Tyrkland
ahorfendur

Skotar og Íslendingar mætast í kvöld í undankeppni EM kvenna og hefst leikurinn kl. 18:00 að íslenskum tíma á Falkirk vellinum.  Þarna mætast toppliðin tvo í riðlinum sem berjast hatrammri baráttu um efsta sæti riðilsins og þar með öruggt sæti í úrslitakeppni EM í Hollandi 2017.

Skotar eru með 15 stig eftir 5 leiki en Ísland er með 12 stig eftir 4 leiki.  Skotar hafa skorað 27 mörk í leikjunum fimm til þessa en Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í undankeppninni.  Það er því ljóst að baráttan verður mikil og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV sem hefst kl 17:50.