• fim. 02. jún. 2016
  • Landslið

A kvenna - Tvær góðar æfingar í gær

20160601_110158

Hér í Falkirk heldur undirbúningur kvennalandsliðsins áfram fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum, sem fram fer föstudaginn 3. júní.  Tvær æfingar fóru fram í gær og voru þær á velli við háskólann í Sterling.

Allir leikmenn tóku virkan þátt í báðum æfingum gærdagsins og veðrið var em fyrr með besta móti, sól og um 18 stiga hiti.  Leikmenn komu svo saman að lokinni seinni æfingunni og fylgdust saman með vináttulandsleik Noregs og Íslands. 

 Í dag eru svo fundir á dagskránni sem og leikmenn eru í annarri  meðhöndlun hjá sjúkraþjálfurum liðsins.  Æfing dagsins verður svo á keppnisvellinum sjálfum sem er hér í Falkrik, völlur sem tekur um 9.000 manns.

Minnt er á að leikurinn er í beinni útsendingu hjá RÚV og hefst útsending kl. 17:50 en leikurinn sjálfur hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma en 19:00 að staðartíma.