A kvenna - Fyrsti leikurinn var gegn Skotum
Ísland og Skotland hafa mæst 8 sinnum hjá A landsliði kvenna og var fyrsti kvennalandsleikur Íslands einmitt gegn Skotum. Það var vináttulandsleikur sem fram fór í Kilmarnock, 20. september 1981. Lauk honum með sigri Skota, 3 - 2.
Þjóðirnar hafa svo mæst sjö sinnum síðan en einungis tvisvar í undankeppni EM áður. Ísland hefur yfirhöndina samanlagt í þessum viðureignum, hafa unnið 4 leiki. Jafnteflin eru tvo og Skotar hafa unnið tvisvar sinnum. Það var í fyrrnefndum fyrsta leiknum og svo síðast þegar þjóðirnar mættust, í vináttulandsleik á Laugardalsvelli, 1. júní 2013. Skotar höfðu þá betur, 2 - 3 en 14 leikmenn voru þá í leikmannahópnum sem eru í hópnum í Falkirk.
Þjóðirnar mætast svo aftur á Laugardalsvelli í síðasta leik riðilsins og vill svo skemmtilega til að sá leikur fer fram 20. september en þá eru nákvæmlega 35 ár síðan að þessar þjóðir mættust í fyrsta kvennalandsleik Íslands.