• fim. 02. jún. 2016
  • Landslið

A kvenna - "Brunaæfing" í Falkirk

AEfing-1

Það getur ýmislegt komið upp á í landsliðsferðum og í nótt var landsliðshópnum, ásamt öðrum hótelgestum, boðið upp á "brunaæfingu" og þurftu allir að yfirgefa herbergi sín og koma sér út úr húsi.  Reyndar var engin skipulögð æfing í gangi heldur fór brunavarnarkerfi hótelsins í gang um kl. 02:00 í nótt þegar allir voru í fastasvefni. 

Fók var misjafnlega lengi að átta sig en bjöllurnar gáfu sig ekki fyrr en að allir gestir voru komnir undir beran himinn, misjafnlega mikið klæddir.  Enginn sást eldurinn né reykurinn og skömmu eftir að allir voru komnir út, mættu tveir slökkviliðsbílar á staðinn.  Tveir slökkviliðsmenn stukku inn á hótel, annar vopnaður möppu, og gengu um skugga að  engin væri hættan. 

Það var svo upp úr kl. 02:30 sem að öllum var hleypt upp á herbergi sín að nýju en mjög var misjafnt hversu lengi fólkið var að komast í draumaheiminn að nýju.  Ekki liggur fyrir hver ástæðan var fyrir því að kerfið fór af stað en mestu skipti að enginn var hættan.