Úrskurður í máli HK/Víkings gegn Stjörnunni/Skínanda
Á fundi sínum 31. maí tók aga- og úrskurðarnefnd fyrir mál nr. 2/2016, HK/Víkingur gegn Stjörnunni/Skínanda. HK/Víkingur taldi lið Stjörnunnar/Skínanda í viðureign liðanna í 2. flokki kvenna, ólöglega skipað.
Nefndin úrskurðaði þannig að "...að leikurinn dæmist Stjörnunni/Skínanda tapaður með markatölunni 3-0. Stjarnan/Skínandi greiði sekt að fjárhæð kr. 50.000 til KSÍ."