A karla - Tap gegn Noregi
Ísland tapaði 3-2 gegn Noregi í vináttulandsleik sem fram fór á Ulleval-vellinum í Osló í kvöld. Norðmenn komust yfir eftir um 40 sekúndna leik en íslenska liðið lét það ekki slá sig útaf laginu og jafnaði metin á 36. mínútu með laglegu marki Sverris Inga Ingasonar.
Norðmenn komust aftur yfir á 41.mínútu þegar Pal Andre Helland skoraði mark beint úr aukaspyrnu. Alexander Sörloth kom Noregi svo í 3-1 á 67. mínútu en það var Ísland sem átti lokaorðið í leiknum þegar Gylfi Þór Sigurðsson minnkaði muninn í 3-2 með marki úr vítaspyrnu en markið kom á 81. mínútu leiksins.
Ísland leikur aftur á mánudaginn gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli en það er seinasti leikur liðsins áður en liðið heldur á EM í Frakklandi.
Miðasala á leikinn er í fullum gangi á miði.is.