A kvenna - Skoski hópurinn sem mætir Íslandi
Alls eru 12 leikmenn í 20 manna leikmannahópi skoska liðsins sem leika utan landssteinanna en flestir leikmenn koma fram Glasgow FC, fjórir talsins. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk að meðaltali í leik í undankeppni EM að svo stöddu, heldur en Skotar. Mörkin hafa verið 5,4 að meðaltali í leik og markahæsti leikmaðurinn til þessa í keppninni er framherjinn Jane Ross með átta mörk. Harpa Þorsteinsdóttir kemur þar á eftir með sex mörk og meðal þeirra sem skorað hafa fimm mörk í undankeppninni eru þær skosku, Kim Little og Joanne Love og hin færeyska Rannvá Andreasen.
Þá er Kim Little með flestar stoðsendingar til þessa í keppninni, ásamt hinni belgísku Tessu Wullaert, með sjö talsins. Hayley Lauder hefur gefið sex stoðsendingar og Jane Ross hefur átt þátt í fimm mörkum, báðar eru þær skoskar. Það er því ljóst að það er sóknarleikur Skota sem er aðalsmerki liðsins en nú mæta þær íslensku liði sem hefur ekki fengið ennþá á sig mark í undankeppninni.
Skoski hópurinn er annars þannig skipaður:
Lee Alexander (Mallbackens IF)
Gemma Fay (Glasgow City FC)
Shannon Lynn (Vittsjö GIK)
Jennifer Beattie (Manchester City WFC)
Rachel Corsie (Seattle Reign FC)
Ifeoma Dieke (Vittsjö GIK)
Emma Mitchell (Arsenal LFC)
Joelle Murray (Hibernian LFC)
Kirsty Smith (Hibernian LFC)
Leanne Crichton (Notts County FC)
Erin Cuthbert (Glasgow City FC)
Kim Little (Seattle Reign FC)
Joanne Love (Glasgow City FC)
Christie Murray (Celtic FC)
Caroline Weir (Liverpool LFC)
Elizabeth Arnot (Hibernian LFC)
Lisa Evans (FC Bayern Munich)
Zoe Ness (Mallbackens IF)
Jane Ross (Manchester City WFC)
Leanne Ross (Glasgow City FC)
Það er því ljóst að þarna mætast stálin stinn og gríðarlega spennandi leikur framundan á Falkirk vellinum, föstudaginn 3. júní kl. 18:00 að íslenskum tíma.