• mán. 30. maí 2016
  • Landslið

Miðasala á Ísland – Liechtenstein gengur vel

Grikkland---Island-A-KK-aefing-29-mars-2016---0225

Miðasala fyrir síðasta vináttuleik A landsliðs karla fyrir EM 2016 í Frakklandi er í fullum gangi á midi.is.  Leikurinn, sem er gegn liði Liechtenstein, fer fram á Laugardalsvellinum 6. júní næstkomandi. 

Miðasala gengur vel og má búast við að uppselt verði á leikinn. Það borgar sig því að tryggja sér miða fyrr en síðar til að grípa ekki í tómt. Þetta er kjörið tækifæri fyrir liðið og stuðningsmenn að kveðjast með viðeigandi hætti á heimavelli.  Tryggðu þér miða og taktu þátt í kveðjunni!

Einnig gefst kostur á að kaupa miða í hólf (J, K og L) sem að öllu jöfnu eru ætluð stuðningsmönnum aðkomuliðs

Miðasala á leikinn fer fram í gegnum miðasölukerfi hjá midi.is.

Miðaverð

  • Svæði 1 (rautt svæði):  kr. 5.000
  • Svæði 2 (blátt svæði):  kr. 4.000
  • Svæði 3 (grænt svæði):  kr. 3.000
  • Mest er hægt að kaupa 4 miða í einu.
  • Börn 16 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði.
Ísland leikur fyrst vináttulandsleik við Noreg á Ullevål vellinum í Osló þann 1. júní. Leikurinn fer fram klukkan 17:45 og er hann sýndir beint á RÚV.