• mán. 09. maí 2016
  • Landslið

A karla – Lokahópur fyrir EM 2016

Grikkland---Island-A-KK-aefing-29-mars-2016---0780

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfarar, tilkynntu í dag lokahóp leikmanna sem munu leika á EM í Frakklandi. 

Þjálfararnir völdu 23 leikmenn í hópinn en 6 aðrir leikmenn eru tilbúnir að koma til móts við liðið verði skakkaföll á hópnum. Þetta eru Gunnleifur Gunnleifsson, Hallgrímur Jónasson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Rúrik Gíslason, Viðar Örn Kjartansson og Ólafur Ingi Skúlason.

Íslenska liðið hefur leik í Saint-Etienne gegn Portúgal þann 14. júní. Næsti leikur er gegn Ungverjum í Marseille þann 18. júní en lokaleikur riðilsins er gegn Austurríki í París þann 22. júní þar sem leikið verður á Stade de France. 

Lokahópurinn

Iceland squad for Euro 2016

Landsliðshópur Íslands á EM 2016

Nr Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
1 Hannes Þór Halldórsson 1984 2011-2016 32   Bodö/Glimt
12 Ögmundur Kristinsson 1989 2014-2016 10   Hammarby
13 Ingvar Jónsson 1989 2014-2016 4   Sandefjord
             
  Varnarmenn          
2 Birkir Már Sævarsson 1984 2007-2016 56   Hammarby
6 Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2016 54 1 FK Krasnodar
14 Kári Árnason 1982 2005-2016 47 2 Malmö FF
23 Ari Freyr Skúlason 1987 2009-2016 37   OB
3 Haukur Heiðar Hauksson 1991 2015-2016 6   AIK
5 Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2016 4 1 KSC Lokeren
19 Hörður Björgvin Magnússon 1993 2014-2016 3   AS Cesena
4 Hjörtur Hermannsson 1995 2016 2   IFK Gautaborg
             
  Miðjumenn          
17 Aron Einar Gunnarsson 1989 2008-2016 57 2 Cardiff City FC
20 Emil Hallfreðsson 1984 2005-2016 52 1 Udinese Calcio
8 Birkir Bjarnason 1988 2010-2016 46 6 FC Basel
7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 2008-2016 45 5 Charlton Athletic FC
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 2010-2016 37 12 Swansea City FC
18 Theódór Elmar Bjarnason 1987 2007-2016 25   AGF
16 Rúnar Már Sigurjónsson 1990 2012-2016 9 1 GIF Sundsvall
21 Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2016 6 3 IFK Norrköping
             
  Sóknarmenn          
22 Eiður Smári Guðjohnsen 1978 1996-2016 84 25 Molde
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 2010-2016 37 19 FC Nantes
11 Alfreð Finnbogason 1989 2010-2016 32 7 FC Augsburg
15 Jón Daði Böðvarsson 1992 2012-2016 20 1 1.FC  Kaiserslautern