A karla – Lars lætur af störfum eftir EM
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, mun láta af störfum eftir EM í Frakklandi en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, tilkynnti þetta á fjölmiðlafundi rétt í þessu.
Það hefur verið rætt um mögulegt framhald á störfum Lars með Heimi en það er nú ljóst að Lars ætlar að draga sig í hlé eftir EM.
Lars tók við íslenska landsliðinu árið 2011 og undir hans stjórn, og Heimis Hallgrímssonar, hefur landsliðið komist í umspil um sæti á HM og tryggt sér sæti í lokakeppni EM í Frakklandi.