• mið. 04. maí 2016
  • Fræðsla

Fararstjóranámskeið hjá ÍSÍ

Fotbolti 2014 almenn

ÍSÍ býður upp á námskeið fyrir fararstjóra í íþróttaferðum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, miðvikudaginn 11. maí. Þátttaka er öllum heimil án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir en námskeiðið mun fara fram á þriðjuhæð Íþróttamiðstöðvarinnar í E - sal, kl. 17:00-19:00.

Gústaf Adólf Hjaltason verður fyrirlesari á námskeiðinu en hann hefur margra ára reynslu úr íþróttastarfinu og sat meðal annars í framkvæmdarstjórn ÍSÍ. Farið verður yfir þá fjölmörgu þætti sem hafa þarf í huga varðandi hlutverk fararstjóra í keppnis- og æfingaferðum á vegum íþróttahreyfingarinnar, bæði innanlands og erlendis. 



Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl og því um að gera að skrá sig í tíma. Allir þátttakendur fá skjal frá ÍSÍ með staðfestingu á þátttöku að námskeiðinu loknu. Skráning er á skraning@isi.is

Hérna er viðburðasíða á Facebook