Hvað getum við lært af árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu?
Í samvinnu við íþróttasvið Háskólans í Reykjavík verður haldin málstofa í stofu m101 í Háskólanum í Reykjavík kl. 19.00, föstudaginn 29. apríl.
Örfyrirlestrar um stöðu íslenskrar knattspyrnu, árangurinn undanfarið og hvað sé framundan.
Málstofan er öllum opin. KSÍ og KÞÍ bjóða félagsmönnum KÞÍ á málstofuna. Þátttökugjald fyrir þá sem eru ekki félagsmenn KÞÍ er 1.500 krónur.
Efni málstofu:
Fyrir þátttöku fást 4 endurmenntunarstig fyrir þjálfara með UEFA A og UEFA B þjálfararéttindi.
Staðreyndir um stöðu íslenskrar knattspyrnu
- Dagur Sveinn Dagbjartsson, umsjónarmaður þjálfaramenntunar KSÍ
Leiðin á EM
- Heimir Hallgrímsson, þjálfari A-landsliðs karla
Hvaða leið fóru íslenskir leikmenn í atvinnumennsku?
- Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ
Skiptir aðstaðan máli til að ala upp betri leikmenn?
- Daði Rafnsson, yfirþjálfari í Breiðablik
Þjálfun bestu ungu leikmanna Íslands
- Freyr Alexandersson, þjálfari A og U17 ára landsliða kvenna
Hugarfar íslenskra leikmanna
- Viðar Halldórsson, prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands
Pallborðsumræður undir stjórn Guðmundar Benediktssonar.
Skráning hjá dagur@ksi.is