• mið. 20. apr. 2016
  • Landslið

Ingólfstorg verður EM-torg

A landsliðs karla
4ea84bcd-ef98-4099-8ce0-1dc29fdb14d0_L

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa hafa staðfest samstarf við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir um viðburði á Ingólfstorgi á meðan á úrslitakeppni EM 2016 stendur í sumar. Um er að ræða einstakan viðburð í íslenskri íþróttasögu sem fær að njóta sín í hjarta höfuðborgarinnar. Ætlunin er að endurskapa stemninguna á knattspyrnuleikvöngunum í Frakklandi á Ingólfstorgi og færa líf í miðborgina.

Settur verður upp risaskjár á Ingólfstorgi þar sem allir leikir mótsins verða sýndir, gestum og gangandi að kostnaðarlausu. Þá verður sýnt frá stemningunni á Ingólfstorgi í öllum sjónvarpsútsendingum frá EM í knattspyrnu.

Aðstandendur EM-torgsins munu nú hefja undirbúning og hyggjast búa stuðningsmönnum íslenska liðsins flottan heimavöll í hjarta höfuðborgarinnar á Ingólfstorgi.