• mið. 13. apr. 2016
  • Lög og reglugerðir

Viðamiklar breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

PEPSI KK 2015 Breiðablik - Fjölnir DÓMARI

Á fundi stjórnar KSÍ 7. apríl s.l. samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Breytingar þessar byggja annars vegar á ályktunartillögum sem lagðar voru fyrir á 70. ársþingi KSÍ 2016 og hins vegar tillögu mótanefndar. Er um að ræða breytingar á reglum um hlutgengi leikmanna í yngri flokkum, leikskýrsluskráningar í 5. flokki og eldri leikmenn í 2. flokki kvenna. Þá er einnig að finna breytingar á mótafyrirkomulagi í 1. deild kvenna sem eru til komnar vegna fækkunar í C riðli.  Taka allar þessar reglugerðarbreytingar gildi þá þegar.

Forráðamenn félaga eru beðnir um að kynna sér þessar breytingar gaumgæfilega en dreifibréfin, þar sem þessar breytingar eru kynntar, hafa verið send til félaga og má finna hér að neðan.

Nr. 6 - Bréf á aðildarfélög vegna breytinga á reglugerð um Knattspyrnumót

Nr. 7 - Bréf á aðildarfélög vegna breytinga á reglugerð um Knattspyrnumót