Fimm marka sigur í Minsk
A landslið kvenna vann öruggan fimm marka sigur á liði Hvíta-Rússlands þegar liðin mættust í undankeppni EM 2017 í Minsk í dag, þriðjudag. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins, Harpa Þorsteinsdóttir fylgdi því eftir með því að gera þrennu, og Dagný Brynjarsdóttir innsiglaði glæsilegan 5-0 sigur.
Þessi úrslit þýða að Ísland fylgir Skotlandi fast eftir í baráttunni um efsta sæti 1. riðils. Skotland er á toppnum með fullt hús eftir fimm leiki og Ísland er í öðru sæti, einnig með fullt hús stiga, en hefur leikið fjóra leiki. Þessi tvö lið mætast í Skotlandi í júní.
Umfjöllun um leikinn á vef UEFA
Viðtöl má finna á YouTube síðu KSÍ
Myndir úr leiknum má finna á Facebook-síðu KSÍ