Dómaramál á Austurlandi
Dagana 16. og 17. apríl munu fulltrúar KSÍ heimsækja Austurland, halda dómaranámskeið og vera með kynningu á breyttum áherslum í knattspyrnulögunum.
Á laugardeginum verður boðið upp á byrjendadómaranámskeið og héraðsdómaranámskeið í Menntaskólanum á Egilstöðum. Félögin er beðin um að kynna þessi námskeið vel innan sinna raða.
Á sunnudeginum verður kynning á breytingum á knattspyrnulögunum, sem eru verulegar að þessu sinni. Félög í Pepsi-deild og 1. deild karla eru skyldug samkvæmt leyfiskerfinu að mæta á fund vegna dómaramála á ári hverju og er þessi kjörið tækifæri til að félögin geti uppfyllt það ákvæði. Öll félög á Austurlandi eru hvött til þess að senda fulltrúa.
16/4 Laugardagur
11:00 Menntaskólanum á Egilsstöðum. Dómaranámskeið fyrir byrjendur.
14:00 Menntaskólanum á Egilsstöðum.Héraðsdómaranámskeið.
17/4 Sunnudagur
11:00 Menntaskólinn á Egilsstöðum: Fundur með félögum um breyttar áherslur í knattspyrnulögunum.
15:00 Reyðarfjörður. Austurbrú: Fundur með félögum um breyttar áherslur í knattspyrnulögunum.
Félög eru vinsamlegast beðin um að staðfesta þátttöku á netfangið magnus@ksi.is