Ísland upp um þrjú sæti á heimslista FIFA
Karlalandsliðið í knattspyrnu fer upp um þrjú sæti og er í 35. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun, fimmtudag.
Ísland er þar með orðið efst Norðurlandaþjóðanna á nýjan leik en Svíar falla niður um tvö sæti á listanum og eru í 35. sætinu, Danir eru í 41. sæti, Norðmenn í 49. sæti, Finnar í 61. sæti og Færeyingar eru í 90. sæti.
Argentínumenn eru komnir í toppsætið á listanum en þeir taka toppsætið af Belgum.