• sun. 27. mar. 2016
  • Landslið

U17 kvenna – Ísland mætir Englandi í dag, sunnudag

Island---Skotland-VL-U17-kvk-2016---0165

U17 ára lið kvenna mætir í dag Englendingum í undankeppni EM. Ísland vann fyrsta leik sinn í riðlinum 2-1 gegn Belgum en England lagði á sama tíma Serbíu að velli, 3-1. Ísland og England eru því með 3 stig eftir fyrsta leik sinn í riðlinum. 

Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á vef UEFA. 

Í dag rignir örlítið í Serbíu en hlýtt er í veðri á þessum páskadegi.

Freyr þjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið:

Markvörður – Telma Ívarsdóttir

Miðverðir – Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir og Guðný Árnadóttir

Hægri bakvörður – Mist Þormóðsdóttir Grönvold

Vinstri bakvörður – Aníta Daníelsdóttir

Miðjumenn – Kristín Dís Árnadóttir fyrirliði, Alexandra Jóhannsdóttir, Ásdís Halldórsdóttir

Hægri Kantur – Hlín Eiríksdóttir

Vinstri kantur – Agla María Albertsdóttir

Framherji – Sólveig Jóhannesdóttir Larsen