U21 karla - Jafntefli í Makedóníu
Makedónía og Ísland gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust í undankeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í knattspyrnu í makedónsku höfuðborginni Skopje í dag.
Leikurinn var hinn fjörugasti þrátt fyrir að ekkert mark hafi litið dagsins ljós. Ísland er efst í riðlinum og eina ósigraða liðið með 12 stig, Frakkland er með 10 stig, Makedónía 8, Skotland 5, Úkraína 4 og Norður-Írland 1 stig. Ísland hefur leikið einum leik meira en Frakkland og Makedónía og tveimur leikjum meira en Skotar í riðlinum.