• fim. 24. mar. 2016
  • Landslið

U21 karla - Jafntefli í Makedóníu

U21 karla 2015

Makedón­ía og Ísland gerðu marka­laust jafn­tefli þegar liðin mætt­ust í undan­keppni Evr­ópu­móts 21-árs landsliða karla í knatt­spyrnu í makedónsku höfuðborginni Skopje í dag. 

Leikurinn var hinn fjörugasti þrátt fyrir að ekkert mark hafi litið dagsins ljós. Ísland er efst í riðlin­um og eina ósigraða liðið með 12 stig, Frakk­land er með 10 stig, Makedón­ía 8, Skot­land 5, Úkraína 4 og Norður-Írland 1 stig. Ísland hefur leikið einum leik meira en Frakkland og Makedónía og tveimur leikjum meira en Skotar í riðlinum.