A karla – Liðið æfði við góðar aðstæður í Herning - Myndir
A landslið karla leikur vináttulandsleik við Danmörku í Herning á morgun, fimmtudag. Íslenska liðið æfði í dag á MCH-vellinum í Herning þar sem leikurinn mun fara fram. Aðstæður voru góðar á vellinum en danska liðið Midtjylland leikur á vellinum.
MCH-völlurinn tekur um 12.000 manns í sæti og samkvæmt nýjustu tölum þá er búið að selja um 8000 miða á leikinn og er gert ráð fyrir að um 10.000 manns komi á leikinn. Ekki er vitað um nákvæman fjölda Íslendinga sem ætla að koma á leikinn en danska knattspyrnusambandið á von á nokkur hundruð Íslendingum enda búa margir Íslendingar í Danmörku.
Leikurinn verður flautaður á klukkan 19:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
Smelltu hérna til að sjá myndir frá æfingunni á MCH-vellinum.