• mið. 23. mar. 2016
  • Landslið

A karla – Ísland mætir Danmörku í kvöld, fimmtudag

Island A karla

A-landslið karla leikur við Danmörku í kvöld, fimmtudag, í Herning. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn frændum okkar frá Danmörku en þjóðirnar hafa alls mæst 22 sinnum og Ísland hefur aldrei ná að leggja Dani að velli.

Frægastur er líklega 14-2 leikurinn þar sem Helgi Númason og Hermann Gunnarsson skoruðu mörk Íslands í leiknum, leikurinn fór fram árið 1967 og hefur mikið vatn runnið  til sjávar síðan þá.

Fjórum sinnum hafa þjóðirnar gert jafntefli en seinast náði Ísland stigi gegn Dönum í markalausu jafntefli í undankeppni HM árið 1991. Danir hafa því unnið 18 af 22 viðureignum landanna í gegnum árin.

Margir af leikmönnum A-landsliðs karla sem leika í kvöld gegn Danmörku léku á EM U21 árið 2011 og þá vann Ísland góðan 3-1 sigur á Danmörku.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er hann sýndur beint á RÚV.