• fim. 17. mar. 2016
  • Landslið

A karla – Hópurinn sem mætir Danmörku og Grikklandi

Island A karla

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar, hafa tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Danmörku þann 24. mars og Grikklandi þann 29. mars. 

Um er að ræða vináttulandsleiki sem eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir EM í Frakklandi. 

Ísland leikur við Danmörk í Herning þann 24. mars á MCH vellinum í Herning. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Danmerkur, stýrir í leiknum sínum fyrsta landsleik en hann tók nýlega við landsliðinu. 

Landsliðshópur Danmerkur 

Seinni leikurinn er gegn Grikklandi þann 29. mars og er hann leikinn á heimavelli Olympiacos í borginni Piraeus. Báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV 

Leikmannahópur Íslands:

Nr Markmenn Fæddur Tímabil L M Félag
1 Hannes Þór Halldórsson 1984 2011-2015 31   Bodö - Glimt
12 Gunnleifur Gunnleifsson 1975 2000-2014 26   Breiðablik
13 Ögmundur Kristinsson 1989 2014-2016 8   Hammarby
24 Ingvar Jónsson 1989 2014-2016 4   Sandefjord
             
  Varnarmenn          
2 Birkir Már Sævarsson 1984 2007-2016 55   Hammarby
6 Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2016 53 1 FK Krasnodar
14 Kári Árnason 1982 2005-2016 46 2 Malmö FF
23 Ari Freyr Skúlason 1987 2009-2016 36   OB
3 Haukur Heiðar Hauksson 1991 2015-2016 5   AIK
19 Hörður Björgvin Magnússon 1993 2014-2015 2   AS Cesena
5 Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2015 3   KSC Lokeren
4 Hjörtur Hermannsson * 1995 2016 1   IFK Gautaborg
             
  Miðjumenn          
17 Aron Einar Gunnarsson 1989 2008-2015 55 2 Cardiff City FC
20 Emil Hallfreðsson 1984 2005-2015 50 1 Udinese Calcio
8 Birkir Bjarnason 1988 2010-2015 44 6 FC Basel
7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 2008-2015 43 5 Charlton Athletic FC
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 2010-2015 35 12 Swansea City FC
16 Ólafur Ingi Skúlason 1983 2003-2015 26 1 Genclerbirligi
18 Theódór Elmar Bjarnason 1987 2007-2016 23   AGF
22 Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2016 4 1 IFK Norrköping
             
  Sóknarmenn          
9 Kolbeinn Sigþórsson 1990 2010-2015 35 18 FC Nantes
11 Alfreð Finnbogason 1989 2010-2015 30 7 FC Augsburg
15 Jón Daði Böðvarsson 1992 2012-2015 18 1 1.FC  Kaiserslautern
21 Viðar Kjartansson 1990 2014-2016 8 1 Malmö FF

* Kemur inn í hópinn fyrir leikinn við Grikkland

Iceland squad.