Guðmundur Hreiðarsson inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun hjá UEFA
Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari A landsliðs karla í knattspyrnu, var nýverið tekinn inn í hóp sérfræðinga í markmannsþjálfun á vegum UEFA.
Hópurinn er þessa vikuna að störfum í Serbíu þar sem hópar frá sex löndum eru saman komnir í þeim tilgangi að þjálfa þá kennara sem koma að kennslu á markmannsþjálfaragráðum í hverju landi fyrir sig.
Það er engum blöðum um það að fletta að þetta er mikil viðurkenning fyrir Guðmund en hann hefur starfað, bæði sem landsliðsþjálfari og sem kennari á þjálfaragráðum KSÍ, í mörg ár.