Níu þátttökuleyfi útgefin á fyrri fundi leyfisráðs
Fyrri fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2016 fór fram í vikunni. Níu félög fengu útgefin þátttökuleyfi, en afgreiðslu leyfisumsókna 15 félaga var frestað um eina viku. Ráðið kemur aftur saman á fimmtudag í næstu viku.
Samþykktar leyfisumsóknir:
- Fylkir
- Grindavík
- Haukar
- HK
- ÍA
- Leiknir F.
- Leiknir R.
- Selfoss
- Þór
Ákvörðunum vegna leyfisumsókna neðangreindra félaga var frestað um eina viku:
- Breiðablik
- FH
- Fjarðabyggð
- Fjölnir
- Fram
- Huginn
- ÍBV
- KA
- Keflavík
- KR
- Stjarnan
- Valur
- Víkingur Ól.
- Víkingur R.
- Þróttur R.
Ákvarðanir leyfisráðs á fundum í mars eru staðfestar í byrjun apríl. Úr leyfisreglugerð:
"Á þessu stigi er veiting þátttökuleyfis þó bráðabirgðagjörningur sem er ekki bindandi, þar sem enn hefur ekki verið lögð fram staðfesting (ef þörf er á) um engin vanskil vegna greiðslna sem gjaldfalla eigi síðar en 31. mars ... Ef hins vegar engin slík greiðsla gjaldfellur á tímabilinu
fram til 31. mars, þá má líta á veitingu þátttökuleyfis sem bindandi."