• mið. 09. mar. 2016
  • Landslið

A karla – Landsliðshópur Danmerkur sem mætir Íslandi

Kasper S Danmörk

Åge Harei­de landsliðsþjálf­ari Dana í knatt­spyrnu tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Danmörk mætir Íslandi í vináttulandsleik á MCH Arena í Herning þann 24. mars. 

Danir náðu ekki að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi en liðið tapaði í umspili gegn Svíum um laust sæti. 

Liðið sem Åge velur er mjög sterkt en meðal leikmanna eru Kasper Sch­meichel, leikmaður Leicester, og Christian Erik­sen, leikmaður Tottenham.

Landsliðshóp­ur Dana:

Markverðir: Kasper Sch­meichel, Jon­as Lössl og Frederik Rønnow.

Varn­ar­menn: Andreas Christen­sen, Daniel Ag­ger, Simon Kjær, Erik Sviatchen­ko, Daniel Wass, Henrik Dals­ga­ard, Jannik Vesterga­ard, Riza Dur­misi, Jon­as Knudsen og Jor­es Okore.

Miðju­menn: Christian Erik­sen, Lasse Schö­ne, Pier­re-Emile Høj­bjerg, Thom­as Dela­ney, Michael Krohn-Dehli og William Kvist.

Sókn­ar­menn: Lasse Vibe, Mart­in Brait­hwaite, Nicolai Jør­gensen og Yussuf Poul­sen.

Nánari upplýsingar um hópinn.