A kvenna – Ísland hefur einu sinni lagt Dani að velli
Ísland leikur við Danmörk í dag, föstudag, á Algarve-mótinu í Portúgal. Ísland hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn Danmörku í gegnum tíðina en aðeins einn sigur hefur unnist á frændum okkar frá Danaveldi.
Sigurinn sem um ræðir kom einmitt á Algarve-mótinu árið 2011 en þá vann Ísland 1-0 sigur með marki Dóru Maríu Lárusdóttur. Fram að þeim tíma höfðu allar leikir liðsins tapast en eftir sigurinn náði Ísland einu jafntefli við danska liðið sem var í undankeppni HM. Dóra María Lárusdóttir skoraði þá einnig mark Íslands á Vejle-vellinum.
Seinasti leikurinn við danska liðið var á Laugardalsvelli árið 2014 en þá var niðurstaðan 0-1 tap í undankeppni HM.
Leikir liðanna hafa yfirleitt verið spennandi og má búast við því sama í dag í Portúgal en leikurinn hefst klukkan 15:00.
Viðureignir Íslands og Danmerkur.