Nýr landsliðsbúningur afhjúpaður
Nýr landsliðsbúningur var formlega kynntur til sögunnar í dag, þriðjudag – samtímis í höfuðstöðvum KSÍ í Reykjavík og í höfuðstöðvum Errea á Ítalíu, en eins og kunnugt er leika öll íslensk landslið í búningum frá Errea og hafa gert síðan 2002.
Fyrst verður leikið í nýja búningnum í vináttuleikjum A landsliðs karla við Danmörku og Grikkland síðar í mánuðinum og liðið mun jafnframt leika í þessum búningi í úrslitakeppni EM í Frakklandi í sumar. Þetta verður í fyrsta sinn sem landslið í Errea-búningi leikur í úrslitakeppni EM.
Hönnun búningsins er sem fyrr innblásin af íslenska þjóðfánanum, með fánaröndina áberandi.
Innan á kraganum er að finna áletrunina „Fyrir Ísland“, sem lýsir vel þeim hug sem leikmenn landsliðanna okkar bera þegar þeir ganga inn á keppnisvöllinn.
Smelltu hérna til að sjá auglýsingu með búningnum.
Smelltu hérna til að skoða fleiri myndir á Facebook.