Landsdómararáðstefna KSÍ – 26.–27. febrúar
Um komandi helgi fer fram árleg landsdómararáðstefna KSÍ en þar hittast landsdómarar til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Að venju er fenginn gestafyrirlesari erlendis frá og að þessu sinni er það David Elleray sem verður gestur ráðstefnunnar.
David er meðal þekktustu dómara heims en hann dæmdi lengi í ensku úrvalsdeildinni sem og á vegum UEFA og FIFA. Hann hefur lengi átt sæti í Dómaranefnd UEFA, þar sem hann ber nú ábyrgð á Íslandi, auk þess sem hann á sæti í Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda (IFAB), sem ber ábyrgð á þróun og breytingum á knattspyrnulögunum. David var jafnframt aðal hvatamaðurinn að og stjórnar nú hinu svokallaða CORE- verkefni (Centre Of Refereeing Excellence), sem UEFA setti á fót fyrir nokkrum árum í því skyni að undirbúa unga og efnilega dómara undir stærri verkefni í framtíðinni, en nokkrir ungir íslenskir knattspyrnudómarar hafa þar notið góðs af leiðsögn hans á undanförnum árum.
Dómararnir, sem hafa verið duglegir við æfingar allt síðan í nóvember sl., munu síðan þurfa að standast ítarleg þrekpróf áður en Íslandsmótið hefst í maí nk. Auk þess að hlýða á "tæknilega" fyrirlestra Davids ráðstefnunni munu þeir undirgangast skriflegt próf í lögunum, fá kennslu í næringarfræði, skoða nýlegar klippur úr leikjum o.s.frv.
Dagskrá ráðstefnunnar er svohljóðandi:
Föstudagur 26. febrúar.
17:10-17:20 Svipmyndir frá 2015 setning.
Magnús Jónsson
17:20-17:30 Inngangur.
Gylfi Þór Orrason
17:30-18:30 What would football expect? (Refereeing within the spirit of the Laws and for the good of the game).
Umsjón: David Elleray
18:30-18:40 Kliðfundur.
18:40-19:00 Skriflegt próf.
Umsjón: Bragi Bergmann
19:00-19:50 Matur Café Laugar.
19:50-20:50 Body language – the great betrayer.
Umsjón: David Elleray
20:50-21:00 Kliðfundur.
21:00-21:45 Klippupróf.
Umsjón: Magnús Jónsson
Laugardagurinn 27. febrúar.
09:30- 10:30 Æfing í Laugum. Skyldumæting.
10:45-11:45 The CORE project.
Umsjón: David Elleray
12:00-13:00 Matur Café Laugar.
13:00-13:30 Yfirferð skriflega prófsins.
Umsjón: Bragi Bergmann
13:30-14:00 Niðurstöður úr klippuprófi.
Umsjón: Magnús Jónsson.
14:00-14:10 Kliðfundur.
14:10-14:30 Ýmislegt.
Umsjón: Birkir Sveinsson
14:45-15:55 Næringarfræði.
Umsjón: Fríða Rún Þórðardóttir.
16:00 Ráðstefnuslit.