70. ársþingi KSÍ lokið
Rétt í þessu lauk 70. ársþingi KSÍ sem haldið var á Hótel Nordica Reykjavík. Fréttir af afgreiðslu tillagna má finna hér á síðunni.
Ekki urðu breytingar á stjórn KSÍ að þessu sinni en sitjandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs og bárust ekki önnur framboð.
Þórarinn Gunnarsson gaf ekki kost á sér á áframhaldandi setu í varastjórn og í hans stað kemur Kristinn Jakobsson. Valdemar Einarsson gaf ekki kost á sér sem landshlutafulltrúi Austurlands en í hans stað kemur Magnús Björn Ásgrímsson sem dró þá til baka framboð sitt í varastjórn KSÍ
Í aðalstjórn voru kosnir:
-
Gísli Gíslason - Akranesi
-
Jóhannes Ólafsson - Vestmannaeyjum
-
Ragnhildur Skúladóttir - Reykjavík
-
Rúnar Arnarson - Reykjanesbæ
Auk ofangreindra sitja í aðalstjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2017):
-
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður - Reykjavík
-
Gylfi Þór Orrason, gjaldkeri - Reykjavík
-
Róbert Agnarsson - Reykjavík
-
Vignir Már Þormóðsson - Akureyri
Aðalfulltrúar landsfjórðunga
-
Björn Friðþjófsson – Norðurlandi
-
Jakob Skúlason - Vesturlandi
-
Magnús Björn Ásgrímsson - Austurlandi
-
Tómas Þóroddsson - Suðurlandi
Varamenn í aðalstjórn
-
Ingvar Guðjónsson - Grindavík
-
Jóhann Torfason - Ísafirði
-
Kristinn Jakobsson - Kópavogi