70. ársþing KSÍ hafið - Fylgist hér með framvindu þingsins
Nú er nýhafið 70. ársþing KSÍ en það haldið á Hilton Nordica Reykjavík. Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu og verður fylgst með afgreiðslu þeirra hér í þessari frétt og verður hún uppfærð reglulega.
Aðrar fréttir af þinginu koma inn á síðuna undir "Um KSÍ" og "Ársþing".
7 | Tillaga um breytingar á lögum KSÍ – Deildakeppni kvenna - Samþykkt |
8 | Tillaga til ályktunar – Leikmannaskiptingar í 3. deild - Samþykkt |
9 | Tillaga til ályktunar – Hlutgengi leikmanna - Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar |
10 | Tillaga til ályktunar – Eldri leikmenn í 3. flokki - Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar |
11 | Tillaga til ályktunar – Aga- og úrskurðarreglugerð - |
12 | Tillaga til ályktunar – Aga-og úrskurðarmál - |
13 | Fjallað var um tillögur 11, 12 og 13 í heild. Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar, tillögum 11, 12 og 13. |
14 | Tillaga til ályktunar – Knattspyrnuleikvangar - Samþykkt |
15 | Tillaga til ályktunar – Viðræður við leikmenn - |
16 |
Tillaga til ályktunar – Viðræður við leikmenn - Fjallað var um tillögur 15, 16 og 19 saman. Samþykkt að vísa þessum þremur tillögum, 15, 16 og 19 til stjórnar KSÍ sem mun skipa starfshóp um málið. |
17 | Tillaga til ályktunar – Skráningargjald félagaskipta - Samþykkt |
18 | Tillaga til ályktunar – Viðurlög vegna viðræðna við leikmenn - Samþykkt að vísa til stjórnar KSÍ til umfjöllunar |
19 |
Tillaga til ályktunar – Tímabundin félagskipti - Fjallað var um tillögur 15, 16 og 19 saman. Samþykkt að vísa þessum þremur tillögum, 15, 16 og 19 til stjórnar KSÍ sem mun skipa starfshóp um málið. |