• fim. 04. feb. 2016
  • Landslið

U17 kvenna - Annar sigur á Skotum

Island---Skotland-VL-U17-kvk-2016---0165

U17 ára lið kvenna vann í dag 4-2 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik en þetta var seinni leikur liðanna í vikunni. Fyrri leikurinn endaði 3-0 fyrir Íslandi. 

Íslenska liðið komst yfir á 17. mínútu með marki Öglu Maríu Albertsdóttur en Agla náði að koma boltanum í markið eftir fyrirgjöf í vítateiginn. Hlín Eiríksdóttir kom Íslandi í 2-0 en markið skorað Hlíni af harðfylgi með góðu skoti úr vítateig Skota. Stelpurnar okkur misstu niður dampinn í seinni hálfleik og hleyptu skoska liðinu inn í leikinn. Jamie-Lee Napier minnkaði muninn í 2-1 á 64. mínútu og tveimur mínútum síðar jafnaði Kaela McDonald-Nguah metin með laglegu marki.

Íslenska liðið vaknaði hressilega við eftir þennan slæma kafla og Guðrún Gyða Haralz kom Íslandi yfir á 68. mínútu og það var svo Agla María sem skoraði glæsilegt mark undir lok leiksins sem gulltryggði 4-2 sigur Íslands í leiknum. Ísland vann því báða vináttulandsleikina við Skota í vikunni.

Smelltu hérna til að skoða myndasafn frá leiknum.