• lau. 30. jan. 2016
  • Landslið

Diego:  "Mig dreymir um að spila fyrir Ísland í framtíðinni" 

Diego Jóhannesson
20160129_210830[1]

Diego Jóhannesson er í leikmannahópnum hjá A landsliði karla fyrir vináttuleikinn við Bandaríkin, sem fram fer í Carson, Los Angeles á sunnudag.  Diego líst vel á verkefnið og vonast eftir tækifæri í leiknum, sem fram fer á Stubhub Center leikvanginum, hefst kl. 20:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Diego, þú ert hér í fyrsta verkefni þínu með íslenska landsliðinu.  Hvernig líður þér?

Mér líður bara vel, eins og þú segir er þetta í fyrsta skiptið sem ég er valinn og ég er mjög ánægður með þetta tækifæri.  Við erum búnir að æfa einu sinni, þannig að ég hef ekki haft mikinn tíma til að kynnast liðsfélögunum og hvernig þeir spila, en það var svo sem gott að það var ekki of mikil keyrsla á æfingunni.  Ferðalagið var langt og leikurinn á sunnudaginn verður erfiður.  Hjörtur Hermannsson er herbergisfélagi minn hérna, hann er góður félagi og hefur hjálpað mér mikið.  Ég er bara rétt að byrja að kynnast liðsfélögunum, en þetta virðist vera góður hópur, afslappað andrúmsloft. 

Hvaða væntingar hefurðu til þessa verkefnis og leiksins á sunnudag?

Ég er að vonast eftir hörkuleik, þetta verður góð áskorun fyrir okkur, sérstaklega ungu leikmennina, og ég er viss um að allir í hópnum okkar vilja sýna þjálfurunum hvað þeir geta.

Vonastu eftir að vera í landsliðshópi Íslands á EM í Frakklandi í sumar?

Það er kannski aðeins of snemmt að hugsa um það, en ég mun reyna að gera mitt besta á æfingunum og vonandi fæ ég tækifæri í leiknum, til að sýna hvað ég get, og svo sjáum við til hvað gerist.  Ég vona að þjálfurunum líki það sem þeir sjá til mín, því mig dreymir um að spila fyrir Ísland í framtíðinni.  Ef það gerist í Frakklandi næsta sumar, þá væri það auðvitað draumur að rætast.

Smelltu hérna til að sjá viðtal við Heimi Hallgrímsson

Smelltu hérna til að sjá viðtal við Arnór Smárason