Umsóknarglugginn fyrir almenna miða á EM lokar 1. febrúar
Umsóknarglugginn fyrir almenna miða á EM í Frakklandi sem opnaði þann 18. janúar lokar 1. febrúar n.k. Allir þeir sem eru ekki með umsókn nú þegar í ferli á vef UEFA geta sótt um miða á alla leiki mótsins.
Ekki þarf að vera með íslenskt ríkisfang til að senda inn umsókn í þessum glugga. Miðarnir sem hægt er að sækja um til 1. febrúar hafa ekki forgang á leiki Íslands og eru mögulega ekki á svæðum stuðningsmanna Íslands. UEFA mun svara umsækjendum fyrir 28. febrúar hvort umsókn um miða hafi verið samþykkt.