• fim. 28. jan. 2016
  • Landslið

Nær allir úr MLS deildinni

Mynd af ussoccer.com
Jozy Altidore

A landslið karla mætir Bandaríkjunum í vináttuleik í Carson, Los Angeles næstkomandi sunnudag.  Leikurinn fer fra á StubHub Center leikvanginum, heimavelli LA Galaxy, sem leikur í MLS deildinni þar í landi.  Aðeins einn leikmaður í bandaríska hópnum leikur með LA Galaxy, en nær allir í 26 manna hópi eru á mála hjá MLS liðum.


Alls eiga 15 MLS félög fulltrúa í hópnum, einn leikmaður er á mála hjá þýska liðinu Stuttgart og tveir eru án félags.  Þekktustu leikmennirnir í hópnum eru líklega miðjumaðurinn Michael Bradley og framherjinn Jozy Altidore, og þeir eru jafnframt leikjahæstu og markahæstu mennirnir.


StubHub Center

StubHub Center

Leikurinn fer sem fyrr segir fram á StubHub Center í Carson, Los Angeles, heimavelli LA Galaxy.  Leikvangurinn var opnaður árið 2003 og tekur 27.000 manns í sæti.

StubHub Center