Hæfileikamótun KSÍ og N1 2016 - Dagskrá næstu vikur
Þessa dagana er Hæfileikamótun KSÍ og N1 að fara af stað á árinu 2016.
Eins og áður hefur komið fram verður byrjað að þessu sinni á Norðurlandi en dagskráin næstu vikurnar er annars svohljóðandi:
- 29. janúar Akureyri (æfingar fyrir Norðurland)
- 3.febrúar Hornafjörður
- 9.febrúar Reykjanesbær (æfingar fyrir Suðurnes)
- 28.febrúar Hveragerði (æfingar fyrir Suðurland)
- 2.mars Reyðarfjörður (æfingar fyrir Austurland)
- 8.mars Akranes (æfingar fyrir Vesturland)
- 15.mars Vestmannaeyjar
- 21.-23.mars Kópavogur (æfingar fyrir höfuðborgarsvæðið)
Í apríl verða síðan æfingar á Ísafirði. Æfingarnar eru fyrir bæði stelpur og stráka fædd 2002-2003.
Helstu markmið hæfileikamótunar KSÍ eru að:
- Fjölga þeim leikmönnum sem fylgst er með.
- Fylgjast með yngri leikmönnum en áður og undirbúa þá fyrir hefðbundnar landsliðsæfingar.
- Koma til móts við minni staði á landsbyggðinni og mæta þeirra þörfum.
- Koma til móts við leikmenn stærri félaga á höfuðborgarsvæðinu sem að öllu jöfnu væru ekki valdir á landsliðsæfingar.
- Bæta samskipti við aðildarfélögin og kynna fyrir þeim stefnu KSÍ í landsliðsmálum.