• mið. 20. jan. 2016
  • Lög og reglugerðir

Ný reglugerð um Mannvirkjasjóð KSÍ

KSI-MERKI-PNG

Á fundi stjórnar KSÍ 14. janúar 2016 var samþykkt ný reglugerð fyrir mannvirkjasjóð KSÍ.   Reglugerðin hefur þegar verið birt á heimasíðu KSÍ og gildir fyrir keppnistímabilin 2016-2019.

Helstu breytingar á reglugerðinni er kynntar hér að neðan en mikilvægt er fyrir aðildarfélög KSÍ að kynna sér reglugerðina ítarlega.

Helstu breytingar á reglugerð KSÍ um mannvirkjasjóð KSÍ eru eftirfarandi:

  • Umsóknir skulu berast á stöðluðu eyðublaði frá KSÍ fyrir 1. mars ár hvert.
  • Skýrara er kveðið á um hvaða gögn þurfa að fylgja umsókn og kostnaðaruppgjöri. 

  • Krafa um úttekt byggingarfulltrúa um lok framkvæmda ef framkvæmdin er leyfisskyld.

  • Lágmarksupphæð styrkhæfra framkvæmda er 1,5m kr.

Reglugerðin tekur þegar gildi.