Ísland tapaði seinni leiknum í SAF
Íslenska karlalandsliðið tapaði seinni vináttulandsleik sínum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag en mótherjarnir í dag voru heimamenn. Niðurstaðan í leiknum, sm fram fór í Dubai var, 2-1.
Ísland byrjaði af krafti í leiknum og það skilaði marki á 13. mínútu en það var Viðar Örn Kjartansson sem skoraði markið. Það leið ekki á löngu að SAF jöfnuðu metin en jöfnunarmarkið á á 25. mínútu og var Ismaeel Al Hamadi markaskorarinn. Ali Ahmed Mabkhout skoraði sigurmark SAF á 49. mínútu en markið kom eftir að Ísland náði ekki að hreinsa úr eigin vítateig.
Ísland náði ekki að skora fleiri mörk og var niðurstaðan því 1-2 tap.
Margir leikmenn fengu mikilvægar mínútur í leiknum en 17 leikmenn komu við sögu í leiknum fyrir Ísland.