• fös. 15. jan. 2016
  • Landslið

Fimm breytingar á byrjunarliði A karla

emilogkristinn

A landslið karla leikur seinni vináttuleik sinn í æfingaferðinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna á laugardag.  Fyrri leikurinn var 1-0 sigur á Finnum síðasta miðvikudag, en mótherjarnir á laugardag eru heimamenn.  Leikið er á Al Maktoum leikvanginum í Dubai, leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV og hefst hann kl. 14:15 að íslenskum tíma.

Fimm breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands milli leikja.  Fyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verður í framlínunni ásamt Viðari Erni Kjartanssyni, Arnór Ingvi Traustason og Elías Már Ómarsson verða á köntunum, Emil Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson á miðjunni, bakverðir eru Kristinn Jónsson og Andrés Már Jóhannesson, miðverðir eru Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, og í markinu stendur Ingvar Jónsson.  Þeir Elías Már, Emil, Kristinn, Andrés Már og Kári koma inn í byrjunarliðið.  Emil og Andrés Már hafa ekki áður tekið þátt í A landsleik.