• fim. 14. jan. 2016
  • Landslið

Umsóknarglugginn fyrir miða á EM lokar klukkan 11:00, í dag (mánudag)

EURO-2016-Football-Championship-Logo

Í dag, mánudag, er lokadagur til að sækja um miða á EM í Frakklandi en miðasalan fer fram á vef UEFA (www.euro2016.com). Hægt er að sækja um miða til klukkan 11:00 og hvetjum við alla sem eiga eftir að sækja um miða að fara á vef UEFA og ganga frá umsókn.

Mikil eftirspurn er eftir miðum í verðflokki 4 (Category 4) og því líklegt að einhverjir fái ekki miða í þann verðflokk sem sótt er um.   

Það er því mikilvægt fyrir umsækjendur að haka við það í umsóknarferlinu að viðkomandi vilji kaupa miða í aðra verðflokka séu ekki til miðar í valinn verðflokk. Ef þetta er ekki gert þá fær viðkomandi ekki miða á leikinn eftir happdrættið ef honum er ekki úthlutaður miði í þann verðflokk sem var valinn. 

Ef hakað er við að samþykkja að kaupa miða í öðrum verðflokkum þá eykur það líkurnar á að fá miða á viðkomandi leik en þá er möguleiki á að fá dýrari eða ódýrari miða. Því skal haldið til haga að um dýrari miða gæti verið að ræða.   

Ef það er ekki hakað við þennan valkost þá fær umsækjandinn ekki miða á leikinn eftir happdrættið jafnvel þó það séu mögulega til miðar í öðrum verðflokkum.    

Það sama á við um leiki eftir riðlakeppnina, en umsóknarglugginn fyrir leiki í 16-liða úrslitum og aðra leiki í úrslitakeppninni lokar líka þann 18. janúar. Það þarf því að sækja um miða á alla leiki sem viðkomandi hefur áhuga á að komast á fyrir 18. janúar nk.   

KSÍ hvetur því alla umsækjendur um miða á úrslitakeppni EM í Frakklandi til að fara inn í umsókn sína og haka við möguleikann á að fá miða í öðrum verðflokki í riðlakeppninni og leiki eftir riðlakeppni ef við á.

Smelltu hérna til að fara á miðasöluvef UEFA.

Smelltu hérna til að skoða ferðir með Icelandair á EM.