Byrjunarliðið gegn Finnum í Abu Dhabi (uppfært)
A landslið karla mætir Finnlandi í vináttuleik á Military Sports Complex leikvanginum í Abu Dhabi í dag, miðvikudag. Leikurinn, sem er í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV, hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma. Byrjunarlið Íslands hefur verið opinberað.
Uppfært: Gunnleifur Gunnleifsson átti að standa á milli stanganna en hann stríðir við eymsli í baki og verður ekki með gegn Finnum. Ingvar Jónsson byrjar leikinn í hans stað.
Eiður Smári Guðjohnsen verður með fyrirliðabandið og nýliðinn Garðar Bergmann Gunnlaugsson verður í framlínunni.
Lið Íslands (4-4-2)
Markvörður
Ingvar Jónsson (uppfært)
Hægri bakvörður
Haukur Heiðar Hauksson
Vinstri bakvörður
Hjörtur Logi Valgarðsson
Miðverðir
Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen
Miðjumenn
Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Rúnar Már Sigurjónsson
Hægri kantmaður
Theodór Elmar Bjarnason
Vinstri kantmaður
Arnór Ingvi Traustason
Framherjar
Garðar Bergmann Gunnlaugsson og Viðar Örn Kjartansson
Leikurinn við Finna er fyrri vináttuleikurinn af tveimur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en íslenska liðið mætir heimamönnum í Dubai á laugardag, og er sá leikur einnig sýndur beint á RÚV.