• mán. 11. jan. 2016
  • Landslið

Leikið við Finna í Abu Dhabi á miðvikudag

Abu Dhabi
20160111_120825

A landslið karla er nú statt í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF), þar sem liðið er í æfingabúðum, og mun leika tvo vináttuleiki.  Fyrri leikurinn er við Finna á miðvikudag, en finnska liðið mætti Svíum á sunnudag og tapaði með þremur mörkum gegn engu.

Lið Finna er að mörgu leyti svipað og það íslenska að því leyti að í leikmannahópi þeirra eru nær eingöngu leikmenn sem leika á Norðurlöndum, en líkt og hjá Íslendingum eru fjölmargir Finnar á mála hjá félagsliðum utan Norðurlandanna og geta þeir ekki tekið þátt í þessum leikjum þar sem ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga.  Seinni leikurinn er gegn heimamönnum á föstudag.

Íslenska liðið æfði í dag, mánudag, við kjöraðstæður á æfingasvæðinu Zayed Sports City (www.zsc.ae).

Leikur Finnlands og Íslands fer fram á miðvikudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.  

Leikmannahópur Finnlands

Leikmannahópur Íslands

Abu Dhabi