• fös. 08. jan. 2016
  • Lög og reglugerðir

Nýjar reglugerðir um deildarbikarkeppnir KSÍ samþykktar

KSI-MERKI-PNG

Á fundi stjórnar KSÍ 16. desember 2015 voru samþykktar nýjar reglugerðir KSÍ um deildarbikarkeppnir  KSÍ.  Þessar reglugerðir hafa verið birtar á heimasíðu KSÍ.

Helstu breytingar á reglugerðunum eru kynntar hér að neðan en mikilvægt er fyrir aðildarfélög KSÍ að kynna sér reglugerðirnar ítarlega.

Helstu breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni KSÍ eru eftirfarandi:

  • Í A deild karla er nú leikið í fjórum 6 liða riðlum í stað þriggja 8 liða riðla áður.  Einnig er bætt við riðli í B-deild karla. Samfara þessu breytist leikjaröð í úrslitakeppnum A og B deildar karla lítillega.
  • Í Lengjubikarnum (deildarbikarkeppni KSÍ) mun aga og úrskurðarnefnd KSÍ kveða upp úrskurði vegna leikbanna með sama hætti og verið hefur í Íslandsmótum og bikarkeppnum. Ekki er því lengur um að ræða að leikmenn fari sjálfkrafa í leikbönn vegna áminninga í Lengjubikarnum.

  • Ferðakostnaður í úrslitakeppni A deildar Lengjubikars kvenna skiptist nú jafn líkt og er í Lengjubikar karla.

  • Félög sem hyggjast ekki taka þátt í úrslitakeppnum Lengjubikarsins, t.d. vegna æfingaferða þurfa að tilkynna mótanefnd KSÍ um slíkt í síðasta lagi 10. mars. Félög sem tilkynna forföll í úrslitakeppnum Lengjubikarsins eftir 10. mars verða sektuð um kr. 100 þúsund.

         Deildarbikarkeppni kvenna

         Deildarbikarkeppni karla