Gunný Gunnlaugsdóttir ráðin til starfa á skrifstofu KSÍ
Gunný Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu KSÍ frá og með 5. janúar. Hún mun m.a. sinna verkefnum tengdum landsliðum.
Gunný stundar nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík og lýkur náminu með Bsc-gráðu í vor. Á meðan á háskólanámi stóð starfaði Gunný, sem er með KSÍ-B þjálfararéttindi, hjá Ungmennafélaginu Stjörnunni sem knattspyrnuþjálfari, auk þess sem hún var skólastjóri yfir íþróttaskóla Stjörnunnar og starfaði sem fjölmiðlafulltrúi við leiki meistaraflokks karla, auk annarra verkefna fyrir félagið.
Þá starfaði Gunný sem sjálfboðaliði á heimaleikjum A landsliðs karla í undankeppni EM 2016 og sinnti þar verkefnum tengdum fjölmiðlaaðstöðu og þjónustu við fjölmiðla.