Ekki verður af leik U21 karla við Katar
U21 landslið karla er nú statt í Antalya í Tyrklandi í boði Knattspyrnusambands Katar vegna fyrirhugaðs vináttulandsleiks gegn U23 landsliði Katar miðvikudaginn 6. janúar. Síðla dags á mánudag 4. janúar bárust fulltrúum KSÍ þær upplýsingar frá fulltrúum katarska liðsins að vegna veðurs og aðstæðna í Antalya myndi liðið halda heim til Katar áður en leikur liðanna færi fram.
Því er ljóst að ekki verður af leiknum, sem var liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir leik í undankeppni EM 2017 gegn Makedóníu í marsmánuði. Íslenska liðið mun engu að síður dvelja áfram við æfingar í Tyrklandi fram yfir áætlaðan leikdag.
KSÍ hefur kallað eftir skýringum frá katarska knattspyrnusambandinu.