• mið. 30. des. 2015
  • Landslið

Ríkharður Jónsson í Heiðurshöll ÍSÍ

Ríkharður Jónsson

Rík­h­arður Jóns­son og Sig­ríður Sig­urðardótt­ir voru tek­in inn í Heiðurs­höll ÍSÍ í kvöld en þau voru heiðruð í Hörpu þar sem íþróttamaður árs­ins er krýnd­ur. 

Rík­h­arður er einn fremsti knatt­spyrnumaður Íslands frá upp­hafi en hann lék 33 lands­leiki og skoraði í þeim 17 mörk. Auk þess varð hann Íslands­meist­ari sex sinn­um með ÍA en hann lék 185 leiki með Skaga­mönn­um og skoraði í þeim 139 mörk. 

Sig­ríður var kjör­in íþróttamaður árs­ins 1964, fyrst kvenna. Sig­ríður var ein fremsta hand­knatt­leiks­kona Íslands og var fyr­irliði landsliðsins sem varð Norður­landa­meist­ari árið 1964. 

Þau Rík­h­arður og Sig­ríður bæt­ast í hóp frá­bærra íþrótta­manna sem eru í Heiðurs­höll­inni. Sá fyrsti sem komst í hana var Vil­hjálm­ur Ein­ars­son en auk hans eru þar: Bjarni Friðriks­son, Vala Flosa­dótt­ir, Sig­ur­jón Pét­urs­son, Jó­hann­es Jós­efs­son, Al­bert Guðmunds­son, Krist­ín Rós Há­kon­ar­dótt­ir, Ásgeir Sig­ur­vins­son, Pét­ur Guðmunds­son, Gunn­ar Huse­by og Torfi Bryn­geirs­son.

Ríkharður Jónsson borinn á gullstól eftir að hafa skorað öll 4 mörk Íslands í sigurleik gegn Svíþjóð á Melavelli 29.júní 1951.